23.6.2011 kl. 10:43
Útiskákmót Goðans í Vaglaskógi fer fram annað kvöld.
Útiskákmót Goðans verður haldið við verslunina í
Vaglaskógi föstudaginn 24 júní og hefst það kl 21.00. Mótið er
útiskákmót og verður teflt á pallinum framan við verslunina.
Verslunin verður opin þetta kvöld og geta keppendur fengið sér mæru og drykk á meðan mótið stendur yfir.
Líkleg tímamörk verða 5-7 mín á mann og líklegt er að umferðirnar verði ekki fleiri en 11.
Við bjóðum nágrönnum okkar í SA
velkomna yfir í Vaglaskóg til þátttöku í mótinu, en ekkert mótsgjald er
og engin verðlaun verða veitt. Mótið er einungis til gamans og væntir
stjórn Goðans þess að félagsmenn fjölmenni til keppni og vonandi geta
Akureyringar litið við í einni af perlum okkar Þingeyinga sem
Vaglagskógur er svo sannarlega.
Gamla bogabrúin yfir Fnjóská.
Að
afloknu móti er ætlunin að taka hópmynd af keppendum á gömlu bogabrúnni
yfir Fnjóská í tilefni dagsins en bogabrú þessi var, samkvæmt öruggum
heimildum, ein elsta og ef ekki stærsta brú slíkrar gerðar á
norðurlöndunum þegar hún var byggð. Er því um frekar merkilegt mannvirki
að ræða.
