Rúnar Sigurpálsson efstur á útiskákmóti Goðans í Vaglaskógi.

Rúnar  Sigurpálsson (Mátar) varð efstur á útiskákmóti Goðans sem fram fór í Vaglaskógi í gærkvöld. Rúnar fékk 7 vinninga af 8 mögulegum og tapaði aðeins einni skák, fyrir Jóni Kr þorgeirssynin, sem varð í öðru sæti með 6,5 vinninga. Jakob Sævar Sigurðsson, Smári Sigurðsson og Hlynur Snær Viðarsson urðu jafnir í 3-5 sæti með 5 vinninga hver.

Vaglaskógur 2011 001

Alvarlegt tölvuvandamál kom upp eftir þrjá umferðir sem tafði mótið mikið og var því mótið stytt niður í 8 umferðir, en til stóð að tefla 11 umferðir.

Veðrið var þurrt og gott í Vaglaskógi, en ansi kalt var orðið í síðustu þremur umferðunum.
Þó fraus ekki.

Úrslit:

1.       Rúnar Sigurpálsson          Mátar     7 vinn af 8 mögulegum.
2.       Jón kristinn Þorgeirsson     SA        6,5
3-5     Jakob Sævar Sigurðsson  Goðinn   5
3-5     Smári Sigurðsson             Goðinn   5
3-5     Hlynur Snær Viðarsson     Goðinn   5
6-7     Rúnar ísleifsson               Goðinn    4,5
6-7     Bragi Pálmaon                     SA       4,5
8-11   Ármann Olgeirsson          Goðinn    4
8-11   Sveinbjörn Sigurðsson        SA       4
8-11   Wylie Wilson                     USA       4
8-11   Jón Magnússon                  SA        4
12-13 Hermann Aðalsteinsson   Goðinn   3
12-13 þorgeir Jónsson               SA          3
14-15 Sigurbjörn Ásmundsson   Goðinn   2
14-15 Ketill Tryggvason             Goðinn    2
16      Hjörtur Snær Jónsson       SA          0,5

Myndir verða birtar á morgun.

Verslunin í Vaglaskógi gaf ís í brauði fyrir sigurvegarann, en Rúnar ánafnaði Jóni Kr ísinn. Jón Kr og fjölskylda fá ís í brauði næst þegar þau eiga leið um Vaglaskóg.