Felix Steinþórsson lauk keppni á Västerås-mótinu í Svíþjóð með sigri í lokaumferðinni í dag. Mótið var gríðarlega fjölmennt en 259 skákmenn taka þátt í efri flokknum en 84 í þeim „Lilla“-flokknum sem er ætlaður þeim sem hafa minna en 1600 skákstiga.
Felix var meðal stigalægstu manna í opna flokknum (251). Óljóst er á þessari stundu í hvaða sæti hann lendir þar sem ekki er öllum skákum lokið þegar þetta er skrifað.