Úrslitaviðureign Hraðskákkeppni taflfélaga fer fram í kvöld í húsnæði SÍ. Það eru Skákfélagið Huginn og Taflfélag Reykjavíkur sem tefla til úrslita. Búast má við jafnri og spennandi viðureign félaganna enda flestir telja að þessi tvö félög muni berjast um Íslandsmeistaratitilinn á Íslandsmóti skákfélaga.

Viðureignin hefst kl. 20 og eru áhorfendur velkomnir á skákstað.

Stefán Bergsson birti spá sína um viðureigninga á Skáklandinu í DV fyrir helgi og hægt er að lesa hana hér

Hér er hægt að fylgst með á chess-results