5.12.2011 kl. 10:52
Vetrarmót Öðlinga. Björn og Sigurður unnu, en Tómas og Páll með jafntefli.
Sigurður Jón Gunnarsson vann Birgi Rafn Þráinsson (1727) í 5. umferð Vetrarmóts Öðlinga sem tefld var sl. miðvikudagskvöld. Tómas Björnsson gerði jafntefli við Harvey Georgsson (2205) og Páll Ágúst Jónsson gerði jafntefli við Gísla Gunnlaugsson (1846). Björn Þorsteinsson vann svo Jóhann Ragnarsson (2068).
Björn og Tómas eru í 7-8 sæti með 3,5 vinninga. Páll er í 21. sæti með 2,5 vinninga og Sigurður Jón er í 29. sæti einnig með 2,5 vinninga.
Pörun 6 og næst síðustu umferðar: (7. des)
