3.12.2011 kl. 10:24
Smári Sigurðsson er 15 mín meistari Goðans 2011
Smári Sigurðsson er 15 mín meistari Goðans 2011 en mótið var haldið í gærkvöld. Smári varði því titilinn frá því í fyrra. Smári fékk 4 vinninga af 6 mögulegum og fór taplaus í gegnum mótið. Hjörleifur Halldórsson (SA) varð efstur á mótinu með 5 vinninga, en hann og Sigurður Arnarson (SA) kepptu sem gestir á mótinu. Hart var barist á mótinu og enduðu 10 skákir með jafntefli. Orri Freyr Oddsson varð í öðru sæti á stigum, með 3,5 vinninga og Rúnar Ísleifsson varð í þriðja sæti einnig með 3,5 vinninga en lægri en Orri á stigum. Ævar Ákason fékk sömuleiðis 3,5 vinninga en var lægstur á stigum af þeim þremur. Hlynur Snær Viðarsson vann yngri flokkinn og Snorri Hallgrímsson varð í öðru sæti. Alls tóku 12 skámenn þátt í mótinu.
Orri Freyr Odsson, Smári Sigurðsson og Rúnar Ísleifsson.
Lokastaðan í mótinu:
1. Hjörleifur Halldórsson (SA) 5 af 6
2. Smári Sigurðsson 4
3. Sigurður Arnarson (SA) 4
4-6. Orri Freyr Oddsson 3,5 19,5 stig
4-6. Rúnar Ísleifsson 3,5 18,5 stig
4-6. Ævar Ákason 3,5 17 stig
7-8. Heimir Bessason 3
7-8. Hermann Aðalsteinsson 3
9. Ármann Olgeirsson 2,5
10. Sigurbjörn Ásmundsson 2
11-12. Hlynur Snær viðarsson 1 16 stig
11-12. Snorri Hallgrímsson 1 14,5 stig
Næsta skákmót hjá Goðanum er árlega hraðskákmótið sem fram fer 27 desember nk. á Húsavík.