16.12.2011 kl. 10:24
Vetrarmót öðlinga. Björn, Tómas og Sigurður með jafntefli í lokaumferðinni.
Vetrarmóti Öðlinga lauk sl miðvikudag. Björn Þorsteinsson, Tómas Björnsson og Sigurður Jón Gunnarsson gerðu jafntefli við sína andstæðinga, en Páll Ágúst Jónsson tapaði sinni skák.
Björn endaði í 7. sæti með 4,5 vinninga, Tómas varð í 9. sæti einnig með 4,5 vinninga. Sigurður Jón varð í 26. sæti með 3,5 vinninga og Páll Ágúst varð í 28. sæti með 3 vinninga. Alls tóku 47 keppendur þátt í mótinu.
Benedikt Jónasson varð efstur á mótinu með 5,5 vinninga.
