6.11.2011 kl. 16:33
Vetrarmót Öðlinga hefst annað kvöld.
Vetrarmót öðlinga í skák hefst annað kvöld kl 19:30 í Faxafeni 12 í Reykjavík. Fjórir félagsmenn úr Goðanum, þeir Björn Þorsteinsson (2201) Tómas Björnsson (2153) Jón þorvaldsson (2083) og Sigurður Jón Gunnarsson (1833) hafa skráð sig til leiks.
Dagskrá mótsins:
1. umferð mánudaginn 7. nóvember kl. 19.30
2. umferð miðvikudag 9. nóvember kl. 19.30
3. umferð miðvikudag 16. nóv. kl. 19.30
4. umferð miðvikudag 23. nóvember kl. 19.30
5. umferð miðvikudag 30. nóvember kl. 19.30
6. umferð miðvikudag 7. desember kl. 19.30
7. umferð miðvikudag 14. desember kl. 19.30
Nú hafa 40 keppendur skráð sig til leiks og það stefnir því í fjölmennt og skemmtilegt mót. Fylgst verður með gengi okkar mann í mótinu hér á síðunni.
