Vetrarstarf Skákfélagins Goðans 2023-24 hefst mánudagskvöldið 4. september með skákæfingu og félagsfundi í Framsýnarsalnum á Húsavík. Skákæfingin hefst kl 19:00 og félagsfundurinn fer síðan fram að æfingu lokinni, sem verður líklega um kl 21:00. Æskilegt er að sem flestir getir mætt á báða viðburðina og þá sérstaklega á félagsfundinn þar sem mörg mikilvæg mál verða rædd er varða vetrarstarfið.
Meðal þess sem ræða þarf á félagsfundinum er komandi Íslandsmót Skákfélaga, æfinga og mótaáætlun Goðans, möguleg reiknuð mótaröð (æfingaröð) og síðast en ekki síst, hópferð á skákmót í Evrópu um páskana 2024 sem verið er að undirbúa.
Eflaust verður ýmislegt annað rætt og mæting á fundinn því tilvalin fyrir áhugasama sem vilja koma með hugmyndir til að bæta starfið. Eins og ávallt eru allir áhugasamir velkomnir á æfinguna og félagsfundinn.
Hermann Aðalsteinsson formaður Skákfélagsins Goðans