Ný skákstig voru gefin út í gær 1. júní. Einungis Maíhraðskákmót Goðans kom til útreiknings og breyttust því aðeins hraðskákstig hjá félagsmönnum, þar sem engin félagsmaður tók þátt í neinu öðru reiknuðu móti í maí mánuði.
Kári Arnór Kárason vinnur sér inn sín fyrstu alþjóðlegu skákstig (1689).
Kristján Ingi Smárason hækkar mest frá síðasta lista og bætir við sig 67 hraðskákstigum og Kristijonas Valanciunas hækkar um 16 stig. Nokkrir aðrir hækka lítilega á stigum og aðrir lækka eins og gegnur.
Hraðskákstig Goðamanna 1. júní 2023