Hraðkvöldinu sem var frestað vegna óveðurs fór fram 14. desember sl. Vigfús Ó. Vigfússon og Dawid Kolka voru þar efstir og jafnir með 5v af sex mögulegum. Vigfús vann Dawid í 3. umferð þar sem Dawid missteig sig í lok byrjunar og missti mann. Þegar það svo leit út fyrir að hann væri að fá mótspil sprungu nokkrir flugeldir við kóngstöðuna og öllu var lokið. Finnur Sveinbjörnsson vann Vigfús í 5 umferð í langri baráttuskák. Í stigaútreikningnum vigtaði Dawid þyngra en Finnur sem nægði Vigfúsi í 1. sætið meðan Dawid fékk annað sætið. Þriðji var svo Sigurður Freyr Jónatansson með 4v. Sigurður Freyr var svo dreginn í happdrættinu og valdi pizzu frá Dominos meðan Vigfús tók gjafamiða frá Saffran.
Næsta skákkvöld verður svo atkvöld á nýju ári mánudaginn 4.janúar 2016.
Lokastaðan á hraðkvöldinu.
- Vigfús Ó. Vigfússon, 5v, 13,5 stig
- Dawid Kolka, 5v, 11 stig
- Sigurður Freyr Jónatansson, 4v
- Finnur Sveinbjörnsson, 2,5v
- Einar Sigmundsson, 2v
- Hörður Jónasson, 1,5v
- Einar Hallgrímsson, 1v
