Vigfús sigraði á hraðkvöldi

Vigfús Ó. Vigfússon sigraði á hraðkvöldi GM Hellis suðursvæði, sem haldið var 21. október sl. Vigfús fékk átta vinninga af níu mögulegum og var það Dawid Kolka sem lagði hann að velli í lokaumferðinni.

Vigfús Ó Vigfússon

Vigfús var svo einnig hætt kominn í næst síðustu umferð á móti Magnúsi Matthíassyni þar sem glöggir menn töldu að hann hefði a.m.k. leikið einu ólöglegum leik í tímahraksbarningnum í lokin. Dawid lét hins vegar slíkar kúnstir ekki fram hjá sér fara.  Í öðru sæti varð svo Elsa María Kristínardóttir með 7v og þriðja sætinu náði svo Dawid Kolka með 5,5v eins og Magnús Matthíasson en Dawid var hærri á stigum.
 
Í þetta sinna var það tölvan sem dró í happdrættinu og upp kom talan 7 sem þýðyddi sjöunda sætið sem Gunnar Nikulásson skipaði fær hann því gjafamiða á Saffran eins og Vigfús.
Næsta skákkvöld í félagsheimili GM Hellis verður mánudaginn 28. okóber kl. 20. Þá verður einnig hraðkvöld.
Lokastaðan á hraðkvöldinu:
Röð Nafn
1 Vigfús Óðinn Vigfússon   8   
2 Elsa María Krístinardóttir 7   
3 Dawid Kolka                5,5   
4 Magnús Matthíasson        5,5   
5 Felix Steinþórsson        5   
6 Ólafur Guðmarsson         5   
7 Gunnar Nikulásson         4,5   
8 Óskar Víkingur Davíðsson 2,5    
9 Björgvin Kristbergsson  2      
10 Stefán Orri Davíðsson          0