Unglingameistaramót Hugins (suðursvæði) hófst fyrr í dag með fjórum umferðum. Vignir Vatnar Stefánsson hefur unnið allar sínar viðureignir og er efstur eftir fyrri hlutann með 4v.Jafnir í 2. og 3. sæti eru Dawid Kolka og Björn Hólm Birkisson með 3,5v. Síðan koma fjórir skákmenn jafnir með 3v en það eru Aron Þór Maí, Felix Steinþórsson, Bárður Örn Birkisson og Alexander Oliver Maí. Þátttakendur eru 28. Fjórða umferð verður tefld á morgun þriðjudaginn 6. október og hefst kl. 16.30 og þá verða þrjár síðustu umferðirnar tefldar í framhaldinu. Þá tefla m.a. eftirtaldir saman: Vignir Vatnar og Dawid, Aron Þór og Björn Hólm, Bárður Örn og Felix, Óskar Víkingur og Alexander Oliver.
