hugin_stort4litjpgUnglingameistaramót Hugins 2015 hefst mánudaginn 5. október n.k. kl. 16.30 þ.e. nokkru fyrr heldur en venjulegar mánudagsæfingar. Mótinu verður svo fram haldið þriðjudaginn 6. október n.k. kl. 16.30.  Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad kerfi. Fyrri keppnisdaginn verða fjórar skákir og þrjár þann seinni. Umhugsunartími á hverja skák er 20 mínútur. Mótið er opið öllum 15 ára og yngri í grunnskóla en titilinn sjálfan getur aðeins félagsmaður í Huginn unnið. Á meðan á mótinu stendur falla venjulegar barna- og unglingaæfingar niður. Næsta barna- og unglingaæfing eftir unglingameistaramótið verður mánudaginn 12. október n.k.  Keppnisstaður er Álfabakki 14a (inngangur milli Subway og Fröken Júlíu) og er salur félagsins á þriðju hæð. Engin þátttökugjöld.

 

 

Umferðatafla:

 

1.-4. umferð:               Mánudaginn 5. október kl. 16.30

5.-7. umferð:               Þriðjudaginn 6. október kl. 16.30

 

Verðlaun:

 

  1. Unglingameistari Hugins fær farandbikar til varðveislu í eitt ár.
  2. Þrír efstu fá verðlaunagripi til eignar.
  3. Allir keppendur fá skákbók.
  4. Þrír efstu 12 ára og yngri fá verðlaunapening.
  5. Stúlknameistari Hugins fær verlaunagrip til eignar.