22.10.2008 kl. 12:01
15 mín mótið verður haldið 15 nóvember.
Hið árlega 15 mín skákmót Goðans verður haldið laugardaginn 15 nóvember nk. á Húsavík. Tefldar verða 7 umferðir eftir monrad-kerfi og verður umhugsunartíminn 15 mín á mann. Mótið verður reiknað til atskákstiga.
Keppt verður í fullorðinsflokki (17 ára og eldri), unglinga flokki (13-16 ára) og barnaflokki (12 ára og yngri).
Þátttökugjald er 500 kr fyrir fullorna, en 250 kr fyrir 16 ára og yngri.
Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu í öllum flokkum, auk þess sem sigurvegarinn í heildarkeppninni hlýtur að launum farandbikar til varðveislu. Núverandi 15 mín meistari Goðans er Smári Sigurðsson.
Mótið verður haldið í sal Framsýnar-stéttarfélags að Garðarsbraut 26 á Húsavík og það hefst stundvíslega kl 13:00 og mótslok eru áætluð um kl 17:00.
Formaður skákfélagsins Goðans, Hermann Aðalsteinsson, tekur við skráningum í mótið í síma 4643187, auk þess að veita allar nánari upplýsingar. H.A.