Stjórn Skákfélagsins GM-Hellis boðar til aðalfundar félagsins sem haldinn verður fimmtudagskvöldið 8. maí og hefst fundurinn kl 20.00. Aðalfundurinn fer fram á tveim stöðum samtímis með fjarfundarbúnaði. Félagsmenn norðan heiða hittast í aðstöðu Þekkingarnets Þingeyinga að Hafnarstétt á Húsavík. Félagsmenn sunnan heiða hittast í aðstöðu Sensu að Klettshálsi 1 í Reykjavík.
Fundarstjóri verður Helgi Áss Grétarsson.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi samkvæmt samþykktum félagsins.
(1) Kosinn fundarstjóri og fundarritari.
(2) Flutt skýrsla stjórnar.
(3) Lagðir fram reikningar félagsins sem ná yfir síðastliðið almanaksár.
(4) Umræður um störf stjórnar og afgreiðsla reikninga.
(5) Kosning formanns og varaformanns.
(6) Kosning stjórnar
(7) Kosnir tveir endurskoðendur að reikningum félagsins.
(8) Formleg inntaka nýrra félagsmanna
(9) Félagsgjöld ákvörðuð.
(10) Lagabreytingatillögur sem séu löglega boðaðar
(11) Önnur mál.
Félagsmenn hafa fengið í tölvupósti nauðsynleg fundargögn.
Með óskum um góða mætingu á aðalfundinn.
Stjórn Skákfélagsins GM Hellis.