Óskar Víkingur Davíðsson sigraði örugglega á æfingu hjá GM Helli sem fram fór mánudaginn 5. maí sl. Óskar fékk 5v í jafn mörgum skákum. Næstir komu Alec Elías Sigurðarson og Heimir Páll Ragnarsson báðir með 4v og þurfti því að grípa til stigaútreiknings. Þar hafði Alec Elías betur með 13 stig og hreppti hann annað sætið. Heimir Páll féll 10 stig í þessu útreikningi og hlaut þriðja sætið.

Í æfingunni tóku þátt: Óskar Víkingur Davíðsson, Alec Elías Sigurðarson, Heimir Páll Ragnarsson, Jón Hreiðar Rúnarsson, Sindri Snær Kristófersson, Aron Þór Maí, Halldór Atli Kristjánsson, Alexander Már Bjarnþórsson, Alexander Oliver Mai, Stefán Orri Davíðsson, Birgir Ívarsson, Brynjar Haraldsson, Jóhannes Þór Árnason, Adam Omarsson, Sævar Breki Snorrason, Oddur Þór Unnsteinsson, Gabríel Sær Bjarnþórsson, Alexander Jóhannsson, Arnar Jónsson og Jósef Gabríel Magnússon.

Næsta æfing verður mánudaginn  12. maí og hefst hún kl. 17.15.Æfingarnar eru í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.