Æfinga og mótaáætlun Hugins í Þingeyjarsýslu, sem gildir fyrir október til desember 2016, er tilbúin. Meðal helstu viðburða á haustönn er Framsýnarmótið í skák sem fram fer 11-13. nóvember á Húsavík.

Framsýnarhúsið á Húsavík
Framsýnarhúsið á Húsavík

15 mín mótið verður 21. október. Skemmtikvöld Hugins fer fram 28. október. Þar munu Rúnar og Hermann skýra nokkrar skákir frá Milljónamótinu í Atlantic City sem þá verður ný lokið og sýna myndir. Héraðsmót HSÞ fyrir 16 ára og yngri verður 22. nóvember og Hraðskákmótið 19. desember.

Reiknað er með að flestar skákæfingar fari fram á Húsavík, en þó verða 2-3 á Vöglum fyrir áramót. Þær hefjast kl 20:30.

Skoða má dagskrá skákæfinga og móta í skránni hér fyrir neðan.

aefinga-og-motaaaetlun-2016-sept-des