Kristján, Magnús og Ari

Ari Rúnar Gunnarsson Reykjahlíðarskóla og Magnús Máni Sigurgeirsson Borgarhólsskóla, urðu Þingeyjarsýslumeistarar í skólaskák í dag hvor í sínum aldursflokki.

Kristján, Magnús og Ari
Kristján, Magnús og Ari
2011-01-17 21.47.29
Jón, Ari og Jakub

 

Fimm keppendur tóku þátt í eldri flokki og var hart barist. Þegar ein umferð var eftir voru fjórir jafnir með tvo vinninga. Ari vann sína skák en Jón Aðalsteinn og Jakub Piotr gerðu jafntefli og enduðu í 2-3 sæti. Jón og Jakub háðu hraðskákeinvígi um 2. sætið og hafði Jón betur.

Sjö keppendur tóku þátt í yngri flokki og vann Magnús Máni alla sína andstæðinga og landaði öruggum sigri. Ari Ingólfsson og Kristján Davíð úr Stórutjarnaskóla kom næstir með fjóra vinninga. Björn og Stefán háðu hraðskákeinvígi um 4. sætið og hafði Björn betur.

Tefldar voru skákir með 10 mín umhugsunartíma í báðum aldursflokkum.

Lokastaðan í eldri flokki:

1. Ari Rúnar Gunnarsson Reykjahlíðarskóla  3
2. Jón Aðalsteinn Hermannsson Litlaulaugaskóla 2,5 (+2)
3. Jakub Piotr Statkiewicz Litlaulaugaskóla              2,5
4. Eyþór Kári Ingólfsson Stórutjarnaskóla               2
5. Arnar Ólafsson  Stótutjarnaskóla                            0

Lokastaðan í yngri flokki:

1. Magnús Máni Sigurgeirsson Borgarhólsskóla      6 af 6 !
2. Ari Ingólfsson Stórutjarnaskóla                                    4
3. Kristján Davíð Björnsson Stórutjarnaskóla           4
4. Björn Gunnar Jónsson Borgarhólsskóla                  3 (+2)
5. Stefán Bogi Aðalsteinsson Litlulaugaskóla          3
6. Viktor Hjartarson  Litlulaugaskóla                             1
7. Dóróthea G. Bin Örnólfsdóttir Reykjahlíðarskóla 0

Ari Rúnar, Jón, Jakub, Magnús, Ari Ingólfss. Kristján og Björn, hafa unnið sér keppnisrétt á kjördæmismótinu í skólaskák sem fram fer á Laugum nk, laugardag kl 13:00.