Jón Kristinn Þorgeirsson og Gabríel Freyr Björnsson unnu sigur hvor í sínum aldursflokki, á umdæmismóti Norðurlands-eystra í skólaskák (kjördæmismótinu) sem fram fór á Laugum í Reykjadal dag. Jón Kristinn vann öruggan sigur í eldri flokki þegar hann lagði alla sína andstæðinga. Benedikt Stefánsson varð í öðru sæti með 3 vinninga af fjórum mögulegum og Jón Aðalsteinn Hermannsson varð þriðji með 2 vinninga. Alls tóku fimm keppendur þátt í eldri flokki.

2011-01-19 19.21.07
Veðurblíðan lék við keppendur á umdæmismótinu á Laugum í dag, en hitinn fór í 16 stig.

 

Lokastaðan í eldri flokki.

1. Jón Kristinn Þorgeirsson           4 af 4
2. Benedikt Stefánsson                    3
3. Jón Aðalsteinn Hermannsson        2
4. Ari Rúnar Gunnarsson                 1
5. Eyþór Kári Ingólfsson                   0

Gabríel Freyr Björnsson vann sigur í yngri flokki með 5 vinningum af 6 mögulegum. Gunnar Breki Gíslason  varð í öðru sæti með 4 vinninga og jafnir í 3-4. sæti urðu þeir Björn Gunnar Jónsson og Tumi Snær Sigurðsson með 3 vinninga hvor.

Lokastaðan í yngri flokki:

1. Gabríel Freyr Björnsson                5 af 6
2. Gunnar Breki Gíslason                   4,5
3-4. Björn Gunnar Jónsson                  3
3-4. Tumi  Snær Sigurðsson                3
5. Ari Ingólfsson                              2,5
6. Magnús Máni Sigurgeirsson          2
7. Auðunn Elfar Þórarinsson              1

Tímamörk í eldri flokki voru 15. mín á mann en í yngri flokki 10. mín á mann. Jón Kristinn, Benedikt og Jón Aðalsteinn hafa því unnið sér keppnisrétt á Landsmótinu í skólaskák í eldri flokki og Gabríel Freyr í yngri flokki.

Landsmótið í skólaskák fer fram á Selfossi 30. april til 3. maí.

2011-01-19 17.34.39

 

2011-01-19 17.34.48