Það voru þrjú efst og jöfn með 5v á æfingu sem haldin var 2. nóvember sl. Baltasar Máni Wedholm sem var með 5v og 17,5 stig, Birgir Logi Steinþórsson með 5v og 17 stig og Þórdís Agla Jóhannsdóttir með 5v og 14 stig.Það voru því stigin sem réðu baggamunin þannig að Baltasar fékk 1. sætið, Birgir Logi annað sætið og Þórdís það þriðja. Þessi þrjú voru nokkuð oft í verðlaunasæti í yngri flokknum í fyrra en aðeins Baltasar hafði náð verðlaunasæti í eldri flokki eða sameiginlegri æfingu áður en aldrei samt fyrsta sæti fyrr en nú. Eins og síðast var mest hægt að fá 6 vinninga á æfingunni þ.e. 5 fyrir skákirnar og 1 að auki fyrir dæmi. Efstu menn leystu allir dæmið svo vinningurinn fór í skákunum..
Í æfingunni tóku þátt: Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson, Birgir Logi Steinþórsson, Þórdís Agla Jóhannsdóttir, Ísak Orri Karlsson, Elfar Ingi Þorsteinsson, Jón Þorberg Sveinbjörnsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Ester Lind Valdimarsdóttir, Elín Edda Jóhannsdóttir, Viktor Már Guðmundsson, Kristófer Stefánsson, Sölvi Már Þórðarson, Eiríkur Þór Jónsson, Atli Róbertsson og Ásgeir Helgi Ásgeirsson.
Næsta æfing verður mánudaginn 9. nóvember og hefst kl. 17.15. Þá er stefnt að því skipta í tvo flokka eftir aldri og stigum. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
