Ný kennimerki Hugins

Hraðskákmót Hugins í Mjóddinni verður haldið mánudaginn 9. nóvember nk. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a og hefst taflið kl. 20. Tefldar verða 7 umferðir 2*5 mínútur.

Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Heildarverðlaun á mótinu eru kr. 20.000.

Núverandi hraðskákmeistari Hugins er Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir. Þetta er í tuttugasta sinn sem mótið fer fram. Björn Þorfinnsson og Davíð Ólafsson hafa hampað titlinum oftast eða fjórum sinnum.

Verðlaun skiptast svo:

  1. 10.000 kr.
  2. 6.000 kr.
  3. 4.000 kr.

Þátttökugjöld eru kr. 400 fyrir félagsmenn en kr. 600 fyrir aðra. Fyrir unglinga í Huginn eru þau kr. 300 en kr. 400 fyrir aðra.