Sigurður Daníelsson og Þór Valtýsson (SA) urðu efstir og jafnir á skákæfingu sem fram fór á Húsavík sl. mánudagskvöld. Þeir fengu hvor um sig 8 vinninga af 9 mögulegum. Rúnar Ísleifsson varð þriðji með 7 vinninga.

Sigurður Daníelsson
Sigurður Daníelsson

 

Vel var mætt á æfinguna en 10 skákmenn mættu til leiks og tefldar voru skákir með 7 mín umhugsunartíma á mann. Tekin hefur verið upp sú nýbreytni að reikna allar skákfæingar fram að áramótum til Fide-hraðskákstiga og var þetta fyrsta æfingin sem verður reiknuð. Næsta skákæfing verður að viku liðinni.

Lokastaðan

Rk. SNo Name FED Rtg Pts.  TB1  TB2  TB3
1 3 Danielsson Sigurdur ISL 1982 8,0 29,75 0,0 7
2 5 Valtysson Thor ISL 1974 8,0 29,50 0,0 7
3 9 Isleifsson Runar ISL 1802 7,0 22,75 0,0 6
4 1 Sigurdsson Smari ISL 1944 6,5 22,00 0,0 5
5 2 Adalsteinsson Hermann ISL 1508 5,0 10,50 0,0 5
6 10 Vidarsson Hlynur Snaer ISL 1594 3,5 5,50 0,0 3
7 4 Olgeirsson Armann ISL 1527 3,0 4,75 0,0 2
8 8 Bessason Heimir ISL 1492 2,0 4,75 0,0 1
9 7 Rees Samuel Thornton ISL 0 2,0 2,00 0,0 2
10 6 Creed David AUS 0 0,0 0,00 0,0 0