Æfingin þann 3. apríl sl. var ekki alveg hefðbundin. Engin dæmi eða þemskák var á æfingunni og hraðskák reglum fylgt í hvívetna. Í verðlaun voru ekki aðeins medalíur eins og vanalega heldur gáfu tvö efstu sætin þátttökurétt í úrslitum Reykjavík Barna Bliz sem fram fer meðan á Reykjavíkurskákmótinu stendur.
Baráttan var jöfn um efstu sætin á æfingunni en þegar upp var staðið hafði Baltasar Máni Wedholm sigurinn með 6v í jafn mörgum skákum. Annar var Ísak Orri Karlsson með 5v. Úrslitin réðust í innbyrðis viðureign þeirra í fjórðu umferð þar sem Baltasar hafði sigur í spennandi skák sem hefði vel getað farið öðru vísi. Þeir tveir unnu sér því þátttökurétt í úrslitum Reykjavík Barna Blitz. Síðan komu jöfn með 4v Batel Goitom Haile og Rayan Sharifa. Batel sem tapaði aðeins gegn efstu mönnum hefði betur á stigum og hlaut þriðja sætið.
Í æfingunni tóku þátt: Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson, Ísak Orri Karlsson, Batel Goitom Haile, Rayan Sharifa, Brynjar Haraldsson, Andri Hrannar Elvarsson,Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Zofia Momuntjuk, Adrian Efraím Beniaminsson Fer, Wiktoria Momuntjuk, Bergþóra Helga Gunnarsdóttir, Alfreð Dossing, Sigurður Rúnar Gunnarsson, Hans Vignir Gunnarsson og Wihbet Haile.
Næsta mánudag 10. apríl 2017 verður páskaeggjamót Hugins og hefst það kl. 17.00, þ.e. nokkru fyrr en venjuleg mánudagsæfing. Páskaeggjamótið verður reiknað til hraðskákstiga. Eins og æfingarnar verður páskaeggjamótið í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
Úrslitin í chess-results:
