Halldór Pálsson sigraði örugglega á hraðkvöldi Hugins sem haldið var mánudaginn 3. apríl sl. Halldór vann allar skákirnar sem hann tefldi á hraðkvöldinu og fékk 7v í jafn mörgum skákum. Sigurinn var tryggður fyrir síðustu umferð en samt engin ástæða til að slaka á. Annar var Magnús Magnússon með 5,5v. Síðan komu jafnir með 4v Vigfús Ó. Vigfússon og Atli Jóhann Leósson. Það hafði Vigfús betur á stigum og hlaut 3. sætið.

Eins og fyrri sigurvegarar sá Halldór um dráttinn í happdrættinu og valdi tölu Harðar Garðarssonar. Báðir völdu þeir pizzumiða frá Dominos. Næsta skákkvöld verður hraðkvöld mánudaginn 3. apríl.

Lokastaðan á hraðkvöldinu:

  1. Halldór Pálsson, 7v/7
  2. Magnús Magnússon, 5,5v
  3. Vigfús Ó. Vigfússon, 4v
  4. Atli Jóhann Leósson, 4v
  5. Hörður Garðarsson, 2,5v
  6. Sigurður Freyr Jónatansson, 2,5v
  7. Pétur Pálmi Harðarson, 2v
  8. Finnur Kr. Finnsson, 0,5v

Úrslitin í chess-results: