Batel Gotom Haile sigraði á þriðju æfingunni í röð þann 4. febrúar sl. og að þessu örugglega með fullu húsi 5v af fimm mögulegum. Annar var Rayan Sharifa með 4v. Síðan komu Óttar Örn Bergmann Sigfússon og Árni Benediktsson með 3v. Þeir voru einnig jafnir á öllum stigum og tefldu ekki saman á æfingunni. Þeir tefldu því um þriðja sætið og þar hafði Óttar betur og hlaut þriðja sætið.
Í yngri flokkurinn vannst einnig með fullu hús og það gerði að þessu sinn Hersir Jón Haraldsson með 5v af fimm mögulegum. Annar var félagi hans Óskar Jón Finnlaugsson með 4v. . Þriðji var svo Fílip Sliczner með 3v.
Í æfingunni tóku þátt: Batel Goitom Haile, Rayan Sharifa, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Árni Benediktsson, Einar Dagur Brynjarsson, Bergþóra Helga Gunnarsdóttir, Sigurður Rúnar Gunnarsson, Hersir Jón Haraldsson, Óskar Jón Finnlaugsson, Filip Slicaner, Kiril Alexander Igorsson, Lemuel Goitom Haile, Viktoria Sudnabina Arisimova, Stefán Silvíuson og Ástrós Silvíudóttir.
Næsta æfing verður mánudaginn 11. febrúar 2019 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.