Sigurganga Batel Goitom Haile á Huginsæfingunum var stöðvuð á síðustu æfingu þegar Óttar Örn Bergmann Sigfússon vann eldri flokkinn á æfinguna með fullu húsi 5v af fimm mögulegum. Bróðir Batel hann Lemuel Goitom Haile bætti þetta upp með því að vinna yngri flokkinn með fullu húsi 5v af fimm mögulegum. Lemuel er aðeins fimm ára og ennþá í leikskóla og tvímælalaust framtíðina fyrir sér í skákinni. Batel fór ekkert langt frá toppnum í eldri flokknum og endaði öðru sæti með 4v. Síðan komu jafnir með 3v Rayan Sharifa og Garðar Már Einarsson. Rayan náði þriðja sætinu með stigi meira en Garðar. Það var mikli samkeppni um næstu sæti á eftir Lemuel í yngri flokknum. Þrjú voru jöfn með tveimur vinningum minna eða 3v en það voru Eythan Már Einarsson, Kiril Alexander Timoshov og Viktoria Sudnabina Arisimova. Eythan var efstur á stigum með stigi meira en hin tvö og hlaut hann  annað sætið. Það þurfti svo tvöfaldan stigaútreikning milli Kiril og Viktoriu og þar hafði Kiril betur og náði þar með þriðja sætinu. Ekki var lagt fyrir dæmi á þessari æfingu heldur sett upp þemaskák í eldri flokknum úr c3 afbrigðinu í Sikileyjarvörn þegar svartur leikur Rf6 í öðrum leik.

Í æfingunni tóku þátt: Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Batel Goitom Haile, Rayan Sharifa, Garðar Már Einarsson, Hersir Jón Haraldsson, Bergþóra Helga Gunnarsdótttir, Árni Benediktsson, Óskar Jón Finnlaugsson, Lemuel Goitom Haile, Eythan Már Einarsson, Kiril Alexander Timashov, Filip Sliczner, Timon Pálsson Pazek og Ignat Timashov.

Næsta æfing verður mánudaginn 19. febrúar 2019 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.