Batel Goitom Haile vann eldri í eldri flokkinn og Þórdís Agla Jóhannsdótttir yngri flokkinn á Huginsæfing sem haldin var 3.október. Batel var með fullt hús á æfingunni 5v í jafn mörgum skákum. Annar var Óskar Víkingur Davíðsson með 4v. Síðan komu þrir kappar með 3v en það voru Brynjar Haraldsson, Ívar Lúðvíksson og Rayan Sharifa. Brynjar var stigahæstur með 14 stig og þriðja sætið var hans. Brynjar hefur áður verið í verðlaunasæti á þessum æfingum en nokkuð er um liðið. Ívar og Ryan voru svo jafnir með 11 stig í fyrst útreikningi en Ívar hærri í öðrum útreikningi. Það var ekkert dæmi á þessari æfingu en í stað þess var þemaskák
í eldri flokki í tveimur umferðum þar sem tefld var staða úr drottningarindverskri vörn. Þátttakendur í æfingunni höfðu fengið skák úr byrjuninni senda fyrir æfinguna og vissu hvaða staða væri notuð. Þeir áttu því þess kost að undirbúa sig fyrir æfinguna.
Eins og á síðustu æfingu fékk Þórdís Agla fullt hús vinninga í yngri flokk 4v í jafn mörgum skákum. Síðan komu þrjú jöfn með 3v en það voru Wiktoria Momuntjuk, Gunnar Freyr Valsson og Zofia Momuntjuk. Wiktoria var hæst á stigum með 9 stig og hlaut annað sætið en hún er nýbyrjuð að tefla á þessum æfingum ásamt Zofiu systur sinni. Gunnar Freyr kom næstur með 7 stig og var í þriðja sæti. Fjórða var svo Zofia með 5 stig.
Í æfingunni tóku þátt: Batel Goitom Haile, Óskar Víkingur Davíðsson, Brynjar Haraldsson, Ívar Lúðvíksson, Rayan Sharifa, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Frank Gerritsen, Viktor Már Guðmundsson, Daníel Guðjónsson, Þórdís Agla Jóhannsdóttir, Wiktoria Momuntjuk, Gunnar Freyr Valsson, Zofia Momuntjuk, Eiríkur Þór Jónsson, Bjartur Freyr Jörgensen Heider, Ástrós Sylvíudóttir, Brynjólfur Jan Brynjólfsson, Stefán Sylvíuson og Witbet Haile.
Næsta æfing verður mánudaginn 10. október 2016 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
