Vignir Vatnar Stefánsson sigraði á atkvöldi Hugins sem fram fór 26. september sl. Vignir Vatnar fékk 5v af sex mögulegum. Segja má að Vignir Vatnar hafi tekið þátttakendur atkvöldsins í kennslustund að Jóni Olav Fivelstad undanteknum sem snéri dæminu við. Stephan Briem tefldi af krafti alla æfinguna og uppskar 4,5v og annað sætið. Þriðji var Jon Olav Fivelstad með 4v sem lét ekki brösulega byrjun slá sig út af laginu og bætti í þegar leið á kvöldið..

Tefld var einföld  umferð á atkvöldinu allir við alla. Fyrstu fjórar umferðirnar voru hraðskákir með umhugsunartímanum 3 mínútur + 2 sekúndur á leik. Í þremur síðustu umferðunum lengdist umhugsunartíminn í 15 mínútur + 5 sekúndur. Björgvin Kristbergsson sýndi athyglisverða takta í mótinu og hefði þess vegna getað landað þeim stóra ef stöngin hefði haldið. Í staðinn varð hann að láta sér nægja aðeins minni fisk og fá að draga í happdrættinu. Undir áskorunum um að draga nú sjálfan sig lét Björgvin ekki segja sér það tvisvar heldur dró sig sjálfan við mikinn fögnuð.

Lokastaðan á atkvöldinu:

  1. Vignir Vatnar Stefánsson 5v/6
  2. Stephan Briem, 4,5v
  3. Jon Olav Fivelstad, 4v
  4. Vigfús Ó. Vigfússon, 3,5v
  5. Björgvin Kristbergsson, 2v
  6. Sigurður Freyr Jónatansson, 2v
  7. Benedikt Briem