Batel Goitom Haile vann eldri flokkinn og Einar Dagur Brynjarsson yngri flokkinn á Huginsæfing sem haldin var 10. október sl. Batel fékk fullt hús vinninga eða 5v í jafn mörgum skákum og að auki 1v fyrir að leysa dæmið á æfingunni sem gera samtals 6v. Annar var Rayan Sharifa með 4,5v. Síðan komu Óttar Örn Bergmann Sigfússon og Viktor Már Guðmundsson með 4v. Óttar Örn var hærri á stigum og hlaut þriðja sætið og Viktor Már það fjórða. Í dæminu á æfingunni átti að finna áætlun fyrir svartan til að fást við peðafleyg sem hvítur var búinn að byggja á miðborðinu. Allir þeir sem skiluðu inn lausnum voru með réttt svar svo dæmið hafði ekki áhrif á niðurstöðu æfingarinnar.

 
aefing-10okt2016yngri1-2Einar Dagur fékk einnig fullt hús eða 5v í jafn mörgum skákum. Þetta er í fyrst sinn sem Einar Dagur vinnur yngri flokkinn á þessum vetri en vann einu sinni á síðasta vetri  þegar hann var tiltölulega nýbyrjaður a æfingunum. Andri Hrannar Elvarsson var annar með 4v. Eiríkur Þór Jónsson var þriðji með 3,5v en hann er nýr í verðlaunasætum á æfingunum. Það fengust hrein úrslit í yngri flokki á æfingunni svo þar kom ekki til stigaútreiknings.

 
Í æfingunni tóku þátt: Batel Goitom Haile, Rayan Sharifa, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Viktor Már Guðmundsson, Brynjar Haraldsson, Ívar Lúðvíksson, Daníel  Guðjónsson, Einar Dagur Brynjarsson, Andri Hrannar Elvarsson, Eiríkur Þór Jónsson, Bjartur Freyr Jörgensen Heider, Zofia Momuntjuk, Bergþóra Helga Rúnarsdóttir, Ásgeir Karl Gústafsson, Sigurður Rúnar Gunnarsson, Wiktoria Momuntjuk, Witbet Haile og Emil Sær Birgisson.

Næsta æfing verður mánudaginn 17. október 2016 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.

Dæmið á æfingunni:

Svartur á leik og er nálægt því að ljúka liðsskipan. Hvítur er með peðafleyg á miðborðinu og meira rými. Getið þið fundið góðan leik fyrir svartan núna og leið til að ljúka liðsskipan ?

  1. Biskupinn á g7 er til lítils gagns. Best er að skipta honum upp fyrir virkan svartreita biskup hvíts. Til þess hentar hið einfalda plan 1….h5 sem er fylgt eftir með ….Kh7 og …..Bh6.
  2. Virkja hrókinn á a8 strax með 1….a4. A línan fellur svarti fljótlega í skaut og útlitið er bjart.
  3. Það er ekki gott að hvítur nái að leika Bg5 því leppun riddarans á f6 er óþægileg. Það er best að fyrirbyggja það með 1….h6 og fylgja því síðar eftir með g5 og kóngsókn.
  4. Svartur þarf að ráðast á peðafleyginn. …c6 er ekki fullnægjandi þar sú leið veikir svörtu stöðuna. 1…..Re8 lítur miklu betur út og er betra en 1….Rh5 sem einnig er áhugaverð leiða. Svartur leikur svo f peðinu til f5. Riddarinn fer svo til baka til f6 þegar hentar.
  5. Best er að klára liðsskipa með 1…..Bd7. Hrókurinn er síðan virkjaður með Hb8 og því fylgt eftir með De8 og b7-b5 sem er leiðin til þróa stöðuna á virkan hátt.