Í æfingunni tóku þátt: Batel Goitom Haile, Einar Tryggvi Petersen, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Andri Hrannar Elvarsson, Rayan Sharifa, Einar Dagur Brynjarsson, Wiktoria Momuntjuk, Garðar Már Einarsson, Zofia Momuntjuk, Daníel Guðjónsson, Hjalti Guðmundsson, Alfreð Dossing og Bjartur Freyr Heide Jörgensen.
Næsta æfing verður mánudaginn 5. desember 2016 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
Dæmið á æfingunni:
Hvítur á leik. Það er ekki mikið eftir á borðinu í þessu peðsendatafli. Hver verða úrslitin með bestu taflmennsku og hvernig rökstyðið þið það.
[fen]8/8/8/1k6/1P6/1K6/1P6/8 w – – 0 1[/fen]
- Staðan er jafntefli þar sem hvíti kóngurinn er fyrir aftan peðin. Til að eiga vinningsmöguleika þarf hvíti kóngurinn að vera fyrir framan peðin og hafa svokallað andspæni.
- Staðan er auðveldlega unnin a á hvítan, sem leikur kóngi sínum til hliðar, leikur svo peðunum áfram í samfelldri röð. Svarti kóngurinn þarf að fara út úr ferningnum og peðin renna upp í borð.
- Hvítur ýtir fremsta peðinu og kónginum fram borðið. Seinna peðið er ómissandi til að vinna tempó til að hrekja svarta kónginn af uppkomureit hvíta peðsins.
- Endataflið er jafntefli og hefur ekkert að gera með fjölda peða á línunni heldur það að um er að ræða b-línuna. Ef kóngurinn kemst ekki fram fyrir peðin er staðan jafntefli nema þegar um er að ræða miðborðspeð (þá eru biskupspeðin meðtalin).
- Seinna peðið er sett inn sem villandi vísbending. Með eða án þess getur hvítur ýtt peðunum upp í borð en því fleiri peð því fleiri drottningar.
