Vignir Vatnar Stefánsson sigraði örugglega á Atskákmóti Reykjavíkur sem fram fór síðast liðið þriðjudagskvöld. Vignir Vatnar var búinn að tryggja sér sigurinn fyrir síðustu umferð en lét ekki þar staðar numið heldur sigraði Örn Leó Jóhannsson í lokaumferðinn og vann þar með mótið með fullu húsi vinninga 6v í jafn mörgum skákum. Þrátt fyrir vaska frammistöðu á skákmótum síðustu mánuði þá koma sigurinn nokkuð á óvart því meðal keppenda var ríkjandi atskákmeistari Reykjavíkur Guðmundur Kjartanson alþjóðlegur meistari, nýkominn frá Færeyjum,  þar sem hann sigraði á alþjóðlegu skákmóti í Rúnavík. Vignir Vatnar var einnig þátttakandi í skákmótinu í Rúnavík og stóð sig sömuleiðis vel og fór yfir 2400 skákstig með frammistöðunni þar. Að þessu sinni var það hins vegar Vignir Vatnar sem sigraði á mótinu.

Næstir jafnir með 4,5 komu Guðmundur Kjartansson og Dagur Ragnarsson. Guðmundur hærri að stigum í öðru sæti og Dagur í því þriðja. Þeir tveir voru einnig í efstu sætum í fyrra ásamt Hörvari Steini Grétarssyni og þá þurfti lokakeppni til að úrskurða um titilinn eins og reyndar oft hefur þurft í þessu móti.

Vigfús Ó. Vigfússon varð efstur Huginsmanna í mótinu og því atskákmeistari Hugins.

Lokastaðan í chess-results: