Á æfingunni 28. janúar tefldu allir saman í einum flokki og voru þeir yngri fjölmennir. Batel Goitom Haile, Rayan Sharifa og Óttar Örn Bergmann Sigfússon voru efst og jöfn með 4v af fimm mögulegum á æfingunni. Batel sá um að vinna Rayan og Óttar en Einar Dagur vann Batel en tapaði svo fyrir hinum tveimur. Í stigaútreikningnum var Batel efst með 14 stig og þar með var fyrsta sætið hennar. Rayan fékk 13 stig og annað sætið og Óttar Örn fékk 11 stig og þriðja sætið.

Í æfingunni tóku þátt: Batel Goitom Haile, Rayan Sharifa, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Árni Benediktsson, Einar Dagur Brynjarsson, Hersir Jón Haraldsson, Óskar Jón Finnlaugsson, Filip Slicaner, Sigurður Rúnar Gunnarsson, Eythan Már Einarsson, Lemuel Goitom Haile, Kiril Alexander Igorsson, Viktoria Sudnabina Arisimova.

Næsta æfing verður mánudaginn 4. febrúar 2019 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.