Batel Gotom Haile sigraði örugglega með fullu húsi 6v af sex mögulegum á æfingu sem haldin var 22. janúar sl. Batel vann þær fimm skákir sem hún tefldi á æfingunni og dæmið vafðist heldur ekki fyrir henni en nokkuð var um að þátttakendur ættu í erfiðleikum með að leysa endataflið með drottningu gegn tveimur kantpeðum sem lagt var fyrir á æfingunni. Í öðru sæti var Rayan Sharifa með 5v. Síðan komu jafnir með 4v Elfar Ingi Þorsteinsson og Einar Dagur Brynjarsson. Elfar náði þriðja sætinu með hálfu stigi meira en Einar Dagur.

Í yngri flokki var Kiril Alexander Timoshov efstur með 4,5v af fimm mögulegum. Annar var Eythan Már Einarsson með 4v. Þriðja var Viktoria Sudnabina Arisimova með 3v.

Í æfingunni tóku þátt: Batel Goitom Haile, Rayan Sharifa, Óttar Örn Bergmann Sigfússon,  Einar Dagur Brynjarsson, Elfar Ingi Þorsteinsson, Einar Dagur Brynjarsson, Frank Gerritsen, Ívar Örn Lúðvíksson, Garðar Már Einarsson, Árni Benediktsson, Kiril Alexander Timasov, Eythan Már Einarsson, Timon Pálsson Pazek, Viktoria Sudnabina Arisimova, Ignat Timasov, Lemuel Goitom Haile og Bragi Vésteinsson..

Næsta æfing verður mánudaginn 28. janúar 2019 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.