Benedikt, Hlynur, Hermína og Helgi hérðasmeistarar HSÞ 2009

Hérðasmót HSÞ í skák fyrir 16 ára og yngri var haldið að Laugum í dag. Alls tóku 20 keppendur þátt í mótinu. Tefldar voru 7 umferðir eftir monrad-kerfi og var umhugsunartíminn 10 mín á keppanda.

123 003

Benedikt Þór Jóhannsson varð héraðsmeistari í flokki 14-16 ára en hann hlaut 6 vinninga af 7 mögulegum, þrátt fyrir að tapa fyrir Snorra Hallgrímssyni, en Snorri hafnaði í 3. sæti í heildarkeppninni með 5 vinninga.

Hlynur Snær Viðarsson varð héraðsmeistari í flokki 4-7 bekkjar með 5,5 vinninga og varð í öðru sæti í heildarkeppninni. 


123 002

Hermína Fjóla Ingólfsdóttir vann í stúlkna flokki með 4,5 vinninga og hún hlaut einnig silfur verðlaun í flokki 14-16 ára, en hún varð í 5. sæti í heildarkeppninni.

Helgi Þorleifur Þórhallsson varð héraðsmeistari í flokki 1-3 bekkjar með 4 vinninga en Helgi gerði jafntefli við Hlyn í loka umferðinni. Helgi varð í 7. sæti í heildarkeppninni sem er afar góður árangur því Helgi er aðeins á áttunda aldurs ári.

Heildarúrslitin:

1.   Benedikt Þór Jóhannsson           6 vinn    1. sæti.     14-16 ára
2.   Hlynur Snær Viðarsson               5,5        1. sæti.     10-13 ára
3.   Snorri Hallgrímsson                       5           2. sæti      10-13 ára
4.   Valur Heiðar Einarsson                  5           3. sæti      10-13 ára
5.   Hermína Fjóla Ingólfsdóttir       4,5        1. sæti stúlkur og 14-16 ára
6.   Starkaður Snær Hlynsson               4
7.   Helgi Þorleifur Þórhallsson         4           1. sæti.      9 ára og y
8.   Pétur Ingvi Gunnarsson                 4
9.   Ari Rúnar Gunnarsson                    4           2. sæti       9. ára og y
10. Kristján Þórhallsson                       3,5        3. stæti     14-16 ára
11. Clara Saga Pétursdóttir                 3,5        2. sæti       stúlkur
12. Pálmi John Þórarinsson                 3
13. Sigtryggur Vagnsson                     3
14. Bjarni Jón Kristjánsson                  2,5
15. Snorri Vagnsson                            2,5         3. sæti      9. ára og y
16. Jón Aðalsteinn Hermannsson        2,5
17. Inga Freyja Þórarnisdóttir             2,5         3. sæti      stúlkur
18. Eyþór Kári Ingólfsson                    2
19. Helgi James Þórarinsson               1,5
20. Bjargey Ingólfsdóttir                     1,5

123 006

Keppendur á héraðsmóti HSÞ í dag. 

Héraðsmótið var loka hnykkurinn á barna og unglingastarfi skákfélagsins Goðans í vetur. Þráðurinn verður síðan tekinn upp aftur í haust, en þá er ætlunin að halda Norðurlandsmót grunnskólasveita í skák í fyrsta skipti.