Héraðsmót HSÞ í skák 16 ára og yngri.

Héraðsmót HSÞ í skák fyrir 16 ára og yngri verður haldið í Litlulaugaskóla í Reykjadal sunnudaginn 26 apríl og hefst það kl 13:00. Mótslok eru kl 16:00. 

Keppt verður í þremur aldursflokkum og stúlknaflokki.                     

9 ára og yngri       (1-3 bekkur )                  

10 -13 ára og yngri   (4-7   bekkur)
                 

14 -16 ára og yngri   (8-10 bekkur)                   

 -Stúlknaflokkur 

Tefldar verða 7 umferðir eftir monrad-kerfi þar sem umhugsunartíminn verður 10 mín á keppanda í hverri skák. Veitt verða verðlaun fyrir þrjá efstu í öllum flokkum auk þess sem vinninga hæsti keppandinn fær farandbikar að launum og titilinn Héraðsmeistari HSÞ 16 ára og yngri !

Keppnisgjald er kr 500. Keppendur þurfa helst að skrái sig fyrir kl 12:00 á keppnisdegi. 

Tekið er við skráningum í síma 4643187 (8213187) Hermann. Einnig er hægt að senda skráningu á netfangið lyngbrekka@magnavik.is