15.12.2010 kl. 10:30
Björn vann jólamót Ása.
Skákfélag félags eldri borgara í Reykjavík, Ásar, héldu sitt jólahraðskákmót í gær í Ásgarði, félagsheimili eldri borgara. Tuttugu og fimm eldhressir eldri skákmenn mættu til leiks. Tefldar voru níu umferðir með sjö mínútna umhugsunar tíma.
Björn Þorsteinsson sigraði alla sína andstæðinga eins og hann hefur oft gert áður.

Björn Þorsteinsson.
Röð efstu manna:
1 Björn Þorsteinsson 9 vinninga
2 Jóhann Örn Sigurjónsson 7.5 —
3-4 Þór Valtýsson 6 —
Valdimar Ásmundsson 6 —
Sjá nánar hér: http://www.skak.blog.is/blog/skak/entry/1125658/
