9.6.2013 kl. 17:20
Dagskráin í sumar. Nóg um að vera.
Þó að sumarið sé að skella á og reglubundnum skákæfingum lokið hjá Goðanum-Mátum er starfsemin þó ekki alveg dauð.

Jakob Sævar heldur utan til keppni á tveimur mótum í Tékklandi og Þýskalandi í júní og Júlí. Sjá nánari umfjöllum um það síðar…..
Útiskákmót Goðans-Máta verður haldið seint í júní, en staður og dagsetning verður valin með skömmum fyrirvara og miðast við það að finna hentugt kvöld þegar hitastigið er hagstætt og þurrt í veðri. Vel getur hugsast að erlendir og mjög öflugir skákmenn taki þátt í því.
Landsmót UMFÍ á Selfossi 4-7 júlí. HSÞ sendir lið til keppni líkt og venjulega.
Áskell Örn Kárason heldur uppá stórafmæli á ættaróðalinu sínu á Litlulaugum í Reykjadal 6. júlí og verður létt útihraðskákmót á dagskránni af því tilefni.
Mærudagar á Húsavík um miðjan júlí. Eitthvað verður gert en ekkert ákveðið. Sighvatur Karlsson skipuleggur það
Landskeppni við Færeyinga verður helgina 16-18. ágúst í Færeyjum. Hlíðar Þór Hreinsson og Einar Hjalti Jensson verða fulltrúar Goðans-Máta í þeirri keppni.
Framsýnarmótið verður haldið helgina 27-29. september á Breiðumýri í Reykjadal og er stefnt á að vera með sérstakan skákskóla daganna á undan sem Stefán Bergsson sér um.
Eins og sést á þessari upptalningu veður heilmikið um að vera hjá okkur í sumar…
