Davíð Kjartansson og Sævar Bjarnason eru efstir og jafnir með 3v að loknum þremur fyrstu umferðunum á Meistaramóti Hugins. Þeir hafa ekki sýnt andstæðingum sýnum neina miskunn og klárað viðureignir sínar nokkuð örugglega. Í þriðju umferð sem fram fór í gærkvöldi vann Sævar Jón Trausta Harðarson meðan Davíð vann Vigfús Ó. Vigfússon, sem misreiknaði sig smávegis í lok skákarinnar og laut fyrir vikið í lægra haldi í viðureigninni. Byrjun skákarinnar var einnig athyglisverð þar sem upp koma sama afbrigði nimzo-indverskrar varnar og tefld var í skák Braga Þorfinnssonar og Davíðs Kjartanssonar á Skákþingi Íslands síðasta vor. Í það skiptið stýrði Davíð svörtu mönnunum og vann skákina.Núna hafði hann hvítt og reyndi að forðast að tefla alveg eins og Bragi og tókst greinilega ágætlega þar sem hann vann skákina. Í humátt á eftir Davíð og Sævari kemur Björgvin Víglundsson með 2,5v. Björgvin sat hjá í fyrstu umferð en hefur unnið þær tvær skákir sem hann hefur teflt. Í gærkvöldi stýrði hann hvítu mönnunum til sigurs gegn Dawid Kolka í lengstu viðureign kvöldsins. Upp úr slavneskri vörn kom peðastaða sem minnti á algenga peðastöðu úr uppskiptaafbrigði drottningarbraðs þar sem svartur var með of marga veikleika og of lítið spil og einnig of lítinn tíma á klukkunni til að eiga möguleika á að halda jafn erfiðri stöðu.
Í mótinu tefla tvennir bræður. Í síðustu umferð mættust Alexander Oliver Mai og Aron Þór Maí og þar vann sá eldri. Í næstu umferð mætast Óskar Víkingur Davíðsson og Stefán Orri Davíðsson og spurning hvernig það fer. Búið er að slá inn skákir sem tefldar voru í fyrstu tveimur umferðunum. Þær eru fæstar alveg gallalausar og stundum hafa menn þurft að vinna sömu skákin tvisvar til þrisvar áður en endanlegur sigur er í höfn. sem þýðir að nokkuð oft hefur sá stigalægri fengið sín tækifæri í hverri umferð. Næsta umferð sem er sú fjórða fer fram á miðvikudagskvöldið 7.september og hefst taflið kl. 19.30. Þar mætast m.a. efstu menn Sævar Bjarnason og Davíð Kjartansson.
Pörun 4. umferðar
Borð | Nafn | V. | Úrslit | V. | Name | No. | ||
1 | IM | Bjarnason Saevar | 3 | 3 | FM | Kjartansson David | 1 | |
2 | Vigfusson Vigfus | 2 | 2½ | Viglundsson Bjorgvin | 3 | |||
3 | Mai Aron Thor | 2 | 2 | Karlsson Mikael Johann | 4 | |||
4 | Kolka Dawid | 2 | 2 | Ragnarsson Heimir Pall | 13 | |||
5 | Briem Hedinn | 1½ | 2 | Hardarson Jon Trausti | 6 | |||
6 | Johannsson Johann Bernhard | 1½ | 1½ | FM | Ragnarsson Dagur | 2 | ||
7 | Hallsson Jon Eggert | 1 | 1 | Mai Alexander Oliver | 14 | |||
8 | Sigurvaldason Hjalmar | 1 | ½ | Sigurdarson Alec Elias | 17 | |||
9 | Davidsson Oskar Vikingur | ½ | ½ | Davidsson Stefan Orri | 19 | |||
10 | Magnusson Thorsteinn | ½ | 1 | bye | ||||
11 | Briem Stephan | 1½ | ½ | not paired | ||||
12 | Briem Benedikt | 1 | ½ | not paired |
Búið er slá inn skákir 1. og 2. umferðar