Dawid Kolka og Heimir Páll Ragnarsson voru efstir og jafnir á síðustu mánudagsæfingu Hugins með 5v af 6 mögulegum. Þeir fengu báðir 4v af 5 í mótinu og leystu báðir þrautinaí þetta sinn og fengu því vinning í viðbót. Dawid var hins vegar með hálfu stigi meira og fékk því gullið en Heimir Páll silfur. Þriðji var svo Óskar Víkingur Davíðsson með 4,5v og hlaut hann bronsið.
Í æfingunni tóku þátt: Dawid Kolka, Heimir Páll Ragnarsson, Óskar Víkingur Davíðsson, Stefán Orri Davíðsson, Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson, Alec Elías Sigurðarson, Felix Steinþórsson, Sindri Snær Kristófersson, Adam Omarsson, Atli Mar Baldursson og Birgir Logi Steinþórsson.
Næsta æfing sem er félagsæfing verður mánudaginn 2. mars og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.