untitled (4)Dagur Ragnarsson og Gunnar Björnsson létu ekki deigan síga eftir Norðurlandamótið í skólaskák og skelltu sér á hraðkvöld Hugins sl. mánudagskvöld og luku því báðir með 6,5v í sjö skákum. Þeir voru einnig jafnir að stigum og gerðu jafntefli í innbyrðis viðureigninni svo ekki var skilið á milli þeirra. Þeir fara kannski bara saman út að borða pizzuna frá Dominos. Í þriðji varð svo hinn fararstjórinn á Norðurlandamótinu Stefán Bergsson með 5v. Þótt Gunnar og Dagur drægju saman út í happdrættinu tókst þeim ekki að velja Stefán heldur Felix Steinþórsson sem einnig fær pizzu frá Dominos.  Næsta mánudag 2. mars verður svo atkvöld. Auk hefðbundinna verðlauna gefur efsta sætið á atkvöldinu þátttökuréttt í fjöltefli Mamadyarovs sem fram fer í Gamma fimmtudaginn 12. mars um morguninn.

Lokastaðan á hraðkvöldinu:

  1. Dagur Ragnarsson, 6,5v/7
  2. Gunnar Björnsson, 6,5v
  3. Stefán Bergsson, 5v
  4. Óskar Víkingur Davíðsson, 4v
  5. Örn Leó Jóhannsson, 4v
  6. Felix Steinþórsson, 4v
  7. Hjálmar Sigurvaldason, 4v
  8. Dawid Kolka, 3,5v
  9. Eiríkur K. Björnsson, 3,5v
  10. Kristófer Ómarsson, 3v
  11. Vigfús Ó. Vigfússon, 3v
  12. Heimir Páll Ragnarsson, 3v
  13. Hörður Jónasson, 2v
  14. Sigurður Freyr Jónatansson, 2v
  15. Sindri Snær Kristófersson, 2v
  16. Björgvin Kristbergsson, 0v