Dawid Kolka vann eldri flokkinn á æfingu sem haldin var 11. apríl sl. með 7v af átta mögulegum. Dawid vann sex af þeim sjö skákum sem hann tefldi og leysti dæmið á æfingunni, eins og reyndar allir þeir sem tóku þátt í þessum hluta æfingarinnar og bætti þannig einum vinningi við. Dæmið í þessum flokki var  nr. 12 í bronsinu og sett upp sem krosspróf með fimm möguleikum. Annar var Óskar Víkingur Davíðsson með 6v. Næstir komu svo Heimir Páll Ragnarsson og Stefán Orri Davíðsson með 5v en Heimir Páll hafði þriðja sætið á stigum..

Yngri flokkinn vann Adam Omarsson með fullu húsi 6v af sex mögulegum. Eins og í eldri flokknum fékkst einn vinningur fyrir að leysa dæmið rétt og fimm vinninga var hægt að fá með því að vinna allar skákirnar. Í þessum flokki var dæmið nr. 5 í bronsinu og IMG_2744einnig hér sett upp sem krossapróf með fimm möguleikum. Í öðru sæti var eins og á síðustu æfingu Batel Goitom Haile með 4v . Það var svo stigaútreikningur um þriðja sætið þar sem Óttar Örn Bergmann Sigfússon og Brynja
Stefánsdóttir voru jöfn með 4v en Ótttar Örn náði þriðja sætinu á stigum.

Í æfingunni tóku þátt: Dawid Kolka, Óskar Víkingur Davíðsson, Heimir Páll Ragnarsson, Stefán Orri Davíðsson, Viktor Már Guðmundsson, Brynjar Haraldsson, Ívar Lúðvíksson, Adam Omarsson, Batel Goitom Haile, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Brynja Stefánsdóttir, Eiríkur Þór Jónsson, Heiður Þórey Atladóttir,  Rayan Sharifa, Róbert Antionio V. Róbertsson, Josef Omarsson, Emil Sær Birgisson og Sigurður Rúnar Gunnarsson.

Næsta æfing verður mánudaginn 18. apríl 2016 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.

Dæmi 12 í bronsinu

Hvítur á leik. Getur hann unnið stöðuna eða er hún jafntefli ?

A. Sækja fyrst d-peðið með kónginum og fara svo eftir h-peðinu. Þegar þessir vandræðagemsar eru frá er auðvelt að vekja upp drottningu.

B. Sækja fyrst h-peðið með kónginum og fara svo eftir d-peðinu. Þegar þessir vandræðagemsar eru frá er auðvelt að vekja upp drottningu.

C. 1. Kf6 og hvítur hefur auga með báðum peðum svart. Svartur getur ekki leikið fram peði vegna þess að þá getur hvítur fyrst sótt það peð og svo hitt á eftir og er alltaf innan ferningsins. Svartur getur reynt: 1….Kc6, 2. Kf5 – d5, 3. Ke5 – h5, 4. b7 – Kxb7, 5. Kxd5 og hvítur er inni í ferningnum svo staðan er jafntefli.

D. Best er bíða átekta með 1. Ke4 og hafa um leið auga með d-peðinu þar sem það er nær svarta kónginum og þar með hættulegra.

E. Best er bíða átekta með 1. Kg4 og hafa um leið auga með h-peðinu þar sem það er fjarlægt frípeð og þar með hættulegra.

 

Dæmi 5 í bronsinu

Hvítur á leik. Getur hann unnið stöðuna eða er hún jafntefli ? Það eru tvö rétt svör. Dragið hring utan um þau. Annað svarið er tæknilega réttara og ber vitni um vönduð vinnbrögð þótt það ráði ekki úrslitum hér. Dragið tvo hringi utan um það svar.

A. 1. Kc4 – Kc6, 2. c3 og aukatempóið með peðið ræður úrslitum þar sem svarti kóngurinn þarf að gefa eftir andspænið og hvíti kóngurinn getur ruðst fram til sigurs. T.d. 2….Kd6, 3. Kb5 – Kc7, 4. Kc5 o.s.frv.

B. Peðið þarf að komast upp í borð og verða að drottningu svo 1. c4 hlýtur að vera besta svarið. Hvítur ryður svo svarta kónginum aftur á bak með kónginum og peðinu.

C. 1. Kd3 er best. Hvítur hefur kónginn í skjóli aftarlega á borðinu og tælir svarta kónginn fram á borðið áður en honum er veitt náðarhöggið.

D. 1. Kc3 er ennþá beta því þá verndar hvíi kóngurinn peðið best. Það má alltaf leika því fram seinna og fá sér drotttningu.

E. 1. c3 – Kc6, 2. Kc4 og komin er upp sama staða og í A) sem er unnin á hvítan.