Fannar og Eyþór

Þingeyingurinn Eyþór Kári Ingólfsson, varð kjördæmismeistari í skólaskák í eldri flokki, þegar hann vann sigur á kjördæmismóti Norðurlands-eystra sem fram fór á Akureyi í dag. Keppni í eldri flokki var jöfn og spennandi og þurfti bráðabana um 1. sætið og einnig um þriðja sætið til að skera úr um úrslit. Eyþór vann bráðabanann um fyrsta sætið og þar með mótið. Kristján Davíð Björnsson tapaði í bráðabananum um þriðja sætið og hafnaði því í fjórða sæti. Alls tóku fjórir keppendur þátt í eldri flokki en tefld var tvöföld umferð og var umhugsunartíminn 10 mín á mann.

Fannar og Eyþór
Fannar og Eyþór

 

Fannar Breki Kárason frá Akureyri vann sigur í yngri flokki, Gabríel Freyr Björnsson einnig frá Akureyri varð í öðru sæti og Þingeysku keppendurnir Marge Alavere, Ari Ingólfsson og Kristján Ingi Smárason urðu jöfn í 3-5. sæti með þrjá vinninga. Alls tóku sjö keppendur þátt í yngri flokki og var umhugsunartíminn 10 mín á mann.

Athygli vekur góður árangur Kristjáns Inga Smárasonar en hann náði í þrjá vinninga í dag en Kristján er einungis í 2. bekk og á því framtíðina fyrir sér við skákborðið.

Eyþór Kári vann sér inn keppnisrétt á landsmótið í skólaskák sem fram fer í Kópavogi helgina 6-8 maí nk,.

Meðfylgjandi myndir tók Sigurður Arnarson.

sjá nánar á vef skákfélags Akureyrar

 

 

 

Allir keppendur
Allir keppendur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kristján Ingi Smárason
Kristján Ingi Smárason

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ari Ingólfsson
Ari Ingólfsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Marge Alavere
Marge Alavere

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kristján Davíð Björnsson
Kristján Davíð Björnsson