Það var skipt í tvo flokka´eftir aldri og styrkleika á Huginsæfingu þann 4. apríl sl sem var fyrsta æfing eftir páskahlé. Þátttakendur  á æfingunum skiluðu sér ágætlega eftir páskafrí og tefldu fimm umferðir. Í eldri flokknum var þemaskák í 2. og 3. umferð þar sem tekin var fyrir staða úr Petroffs vörn. eftir þemaskákina var smáhlé meðan krakkarnir fengu pizzur en síðan var æfingin kláruð. Í eldri flokki sigraði Óskar Víkingur Davíðsson örugglega með fullu húsi 5v af fimm mögulegum. Annar var Stefán Orri Davíðsson með 4v. Síðan komu fjórir jafnir með 3v en það voru Baltasar Máni Wedholm, Ísak Orri Karlsson, Heimir Páll Ragnarsson og Frank Gerritsen. Í stigaútreikningnm kom Baltasar best út með 13 stig og fékk hann því þriðja sætið. Næstir komu ísak Orri og Heimir Páll með 12 stig og svo Frank með 11 stig.

IMG_2740Yngri flokkinn vann Rayan Sharifa með 4,5v og var það Brynja Stefánsdótttir sem náði jafntefli í fyrstu umferð. Síðan komu tvær stelpur jafnar með 4v en það voru Batel Mirion Tesfamheret og Þórdís Agla Jóhannsdóttir. Batel var hérna hærri á stigum og hlaut hún því annað sætið og Þórdís það þriðja.

Í æfingunni tóku þátt: Óskar Víkingur Davíðsson, Stefán Orri Davíðsson, Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson, Ísak Orri Karlsson, Heimir Páll Ragnarsson, Frank Gerritsen, Elfar Ingi Þorsteinssson, Ívar Lúðvíksson, Birgir Logi Steinþórsson, Viktor Már Guðmundsson, Sölvi Már Þórðarson, Rayan Sharifa, Batel Mirion Tesfamheret, Þórdís Agla Jóhannsdóttir, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Heiður Þórey Atladóttir, Eiríkur Þór Jónsson, Einar Dagur Brynjarsson, Brynja Stefánsdóttir, Josef Omarsson og Sigurður Rúnar Gunnarsson.

Næsta æfing verður mánudaginn 11. apríl 2016 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.