5.12.2007 kl. 16:52
Einar Garðar með yfirburði.
Einar Garðar Hjaltason gerði sér lítið fyrir og vann allar sínar skákir á skákæfingu Goðans í gærkvöldi. Tefldar voru hraðskákir og fékk Einar 12 vinninga úr 12 skákum. Næstu menn voru aðeins með 7,5 vinninga. Röð efstu manna var :
Einar Garðar Hjaltason 12 vinn af 12
Ármann Olgeirsson 7,5
Heimir Bessason 7,5
Jóhann Sigurðsson 6
Ketill Tryggvason 5 og aðrir minna