Það er tæplega of fast að orðið kveðið að segja að árangur Hugins á EM-Taflélaga sé stórkostlegur. Liðið hefur unnið allar viðureignir sínar, ef frá er talið slysalegt tap gegn þéttu Rúsnesku liði sem grísaði á okkar menn.
Í dag gjörsigruðum við franska liðið með langa nafnið og erum nú í 9. sæti með 6 stig af 8 mögulegum.
Einar Hjalti (2349) heldur áfram ótrúlegri sigurgöngu og vann nú gegn Thomasi Dionisi (2392) og er að öðrum ólöstuðum klárlega besti 4. borðs maður heims! Árangur Einars mælist nú sem 3140 ELO stig!
Búið er að raða í 5. umferð og mætum við Ungverska liðinu Haladas sem hefur meðalstigin 2499.




