Frá viðureigninni í gær. VÓV.

Í dag (gær)mættum við frönsku sveitinni Cercle d’Echecs de Bois Colombes með félaga okkar Bassem Amin á fyrsta borði. Við erum ívið stigahærrri og röðuðumst í 21. sæti fyrir mótið en þeir í 25. sæti. Stigamunur milli sveitanna er hins vegar þad lítill að hann er innan skekkjumarka. Við töldum því að um yrði að ræða jafna viðureign og vorum fyrirfram sáttir við minnsta sigur.

Bassem Amin
Bassem Amin

Strákarnir á þremur neðstu borðunum hafa verið á miklu flugi í mótinu og náðu snemma í viðureigninni yfirburða stödum sem að vísu tók þá misjafnlega langan tíma að vinna úr en allir vinningarnir skiluðu sér í hús. Á meðan var Gawain með vænlega stöðu á móti Bassem peði yfir í riddaraendatafli. Robin var með lakari stöðu og Þröstur var að tefla stöðu sem var full af taktískum möguleikum svo ég vissi varla hvor var að vinna eða tapa. Úr þessu tefldist þannig að Gawain varð að sætta sig við jafntefli, Robin hélt sinni stöðu og Þrostur Þrálék í annað skiptið í röð enda ekki annað í boði í stöðunni. Niðurstaðan var því góður sigur 4,5-1,5 gegn ágætri sveit. Enn sem komið er höfum við því ekki tapað skák í mótinu nema gegn Rússunum.

Frá viðureigninni í gær. VÓV.
Frá viðureigninni í gær. VÓV.

Á morgun mætum við Haladas VSE frá Ungverjalandi. Þeim var raðað í 13. sæti fyrir mótið. Þegar liðið þeirra er skoðað sést að munurinn liggur í neðri borðunum og er alls ekki mikill. Við teljum okkur því eiga góðan séns í þessa sveit svo þad er bara að fylgjast með á morgun hvort þad gangi ekki eftir því viðureignin verður í beinni útsendingu.

Vigfús Ó Vigfússon