Felix Steinþórsson sigraði með 4,5v í fimm skákum á æfingu hjá Huginn í Mjóddinni. Annar varð Alec Elías Sigurðarson 4v en Alec virðist loksins kominn í gang á þessum æfingum og flýgur upp stigatöfluna. Þriðji var svo Baltasar Máni Wedholm með 3,5v.
Í æfingunni tóku þátt: Felix Steinþórsson, Alec Elías Sigurðarson, Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson, Birgir Ívarsson, Alexander Már Bjarnþórsson, Arnar Jónsson, Birgir Logi Steinþórsson, Atli Mar Baldursson, Gabríel Sær Bjarnþórsson, Ísak Orri Karlsson, Karitas Jónsdóttir, Róbert Antionio V. Róbertsson og Emma.
Næsta æfing verður mánudaginn 8. desember og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð. Stelpuæfingar Hugins eru á hverjum miðvikudegi og hefjast þær kl. 17.15. Umsjón með þeim hefur Elsa María Kristínardóttir.