Skákfélagið Huginn er með barna- og unglingaæfingar í Mjóddinni á mánudögum og miðvikudögum. Á mánudögum er almenn æfing fyrir grunnskólakrakka en á miðvikudögum eru sérstakar stelpuæfingar. Félagið er einnig í samstarfi við Skákdeild Breiðabliks sem er með kennslu á þriðjudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum í Stúkunni á Kópavogsvelli. Svo hafa einnig verið séræfingar fyrir félagsmenn í Mjóddinni á miðvikudögum og laugardögum. Einar Hjalti Jensson og Þröstur Þórhallsson komu í heimsókn á félagsæfingar á mánudögum og voru með kennslu og fjölefli en auk þess var þemaskák á sumum félagsæfinganna.
Heimir Páll Ragnarsson og Óskar Víkingur Davíðsson eru efstir í stigakeppni Huginsæfinganna í Mjóddinni með 22 stig. Þeir tveir deildu einnig efsta sætinu í lok síðasta vetrar. Í þriðja sæti er Gabríel Sær Bjarnþórsson með 16 stig og jafnir í fjórða og fimmta sæti eru Alec Elías Sigurðarson og Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson með 15 stig. Það hefur verið góð mæting á haustmisseri en það hafa 14 þátttakendur mætt á 11 eða fleiri æfingar af 17 mögulegum. Þar af hafa þrír mætt á þær allar en það eru Alexander Már Bjarnþórsson, Gabríel Sær Bjarnþórsson og Óskar Víkingur Davíðsson. Næsta æfing verður svo mánudaginn 5. janúar 2015 og hefst kl. 17.15. Stefnt er að því að skipta þá í tvo flokka eftir styrkleika og aldri og hafa þemaskák tveimur fyrstu umferðum í eldri flokki. Eins og áður kemur þemaskákin úr Slavanum og úr sama kafla og síðast. Skákir, stöðumyndir og upplýsingar um upphafsstöðu hafa verið sendar til félagsmanna. Næsta stelpuæfing verður miðvikudaginn 7. janúar. Æfingarnar eru í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Inngangur milli Fröken Júlíu og Subway og salurinn er á 3 hæð.
Árbótarmótið er á dagskrá fyrstu helgina í febrúar, þ.e. 6.-8. febrúar. Um er að ræða sameiginlegt barna- og unglingamót með norðurhluta félagsins. Mótið verður verður þó með því afbrigði að skákforeldrar, fararstjórar og aðstandendur fá að tefla með sem gestir í mótinu. Gist og teflt verður í Árbót í Þingeyjarsýslu sem mótið er kennt við. Þeir sem eru áhugasamir um að fara hafi samband við Vigfús á unglingaæfingum eða í síma 866-0116 eða Hermann í síma 821-3187. Vitað er að þeir sem mætu í fyrra eru áhugasamir um að koma aftur og má ekki á milli sjá hvorir eru áhugasamari krakkarnir eða foreldrarnir.
Í lok vetrar verða veitt bókarverðlaun handa þeim sem mætt hafa best yfir veturinn og til þeirra sem sýnt hafa verulegar framfarir yfir veturinn og þeirra sem eru efstir í stigakeppninni. Staðan í stigakeppninni og listi yfir þá sem hafa mætt best er hér fyrir neðan.
Með besta mætingu eru:
Alexander Már Bjarnþórsson 17 mætingar
Gabríel Sær Bjarnþórsson 17 —-„——
Óskar Víkingur Davíðsson 17 —-„——
Baltasar Máni Wedholm 16 —-„—–
Birgir Logi Steinþórsson 16 —-„——
Brynjar Haraldsson 16 —-„——
Sindri Snær Kristófersson 16 —-„——
Stefán Orri Davíðsson 16 —-„——
Adam Omarsson 14 —-„——
Arnar Jónsson 14 —-„——
Heimir Páll Ragnarsson 13 —-„——
Óttar Örn Bergmann Sigfússon 13 —-„——
Atli Mar Baldursson 11 —-„——
Þórdís Agla Jóhannsdóttir 11 —-„——
Efstir í stigakeppninni:
- Heimir Páll Ragnarsson 22 stig
- Óskar Víkingur Davíðsson 22 –
- Gabríel Sær Bjarnþórsson 16 –
- Alec Elías Sigurðarson 15 –
- Baltasar Máni Wedholm 15 –
- Alexander Már Bjarnþórsson 14 –
- Dawid Kolka 14 –
- Felix Steinþórsson 13 –
- Brynjar Haraldsson 11 –
