Skákfélagið Huginn er með barna- og unglingaæfingar í Mjóddinni á mánudögum fyrir krakka á grunnskólaaldri. Svo hafa einnig verið séræfingar fyrir félagsmenn í Mjóddinni á þriðjudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og laugardögum eftir því sem til hefur fallið. Á æfingunum eru tefldar 5-6 umferðir með umhugsunartímanum 7 eða 10 mínútum.Þátttakendur leysa dæmi og farið er í grunnatriði með byrjendum eftir því sem tími vinnst til. U.þ.b einu sinni í mánuði er félagsæfing þar sem er þemaskák og um miðbik æfingarinnar er gert hlé þegar pizzzurnar koma. Í öðrum tímum er kennsla þar sem farið er í byrjanir, dæmi og endtöfl allt eftir þörfum þeirra sem taka þátt..
Óskar Víkingur Davíðsson eru efstur í stigakeppni Huginsæfinganna í Mjóddinni með 20 stig. Annar er Dawid Kolka með 15 stig og þriðji Heimir Páll Ragnarsson allt kunnuleg nöfn í efstu sætum síðustu ára. Fjórði er Óttar Örn Bergmann Sigfússon með 10 stig og jafnir í fimmta og sjötta sæti eru Ísak Orri Karlsson og Adam Omarsson með 8 stig. Það hefur verið góð mæting á haustmisseri en það hafa 12 þátttakendur mætt á 10 eða fleiri æfingar af 15 mögulegum. Þar af hafa fjórir mætt á þær allar en það eru Heimir Páll Ragnarsson, Ísak Orri Karlsson, Óskar Víkingur Davíðsson og Stefán Orri Davíðsson.. Næsta æfing verður svo mánudaginn 25. janúar 2016 og hefst kl. 17.15. Næsta félagsæfing verður mánudaginn 1. febrúar en þá verður skipt í tvo flokka eftir styrkleika og aldri og hafa þemaskák í 2. og 3. umferð í eldri flokki. Ekki er búið að ákveða hvaða byrjun verður tekin fyrir þá en væntanlega verðum við á svipuðum slóðum og undanfarið í Petroffs vörn eða Caro Can. Skákir, stöðumyndir og upplýsingar um upphafsstöðu verða sendar til félagsmanna. Æfingarnar eru í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Inngangur milli Fröken Júlíu og Subway og salurinn er á 3 hæð.
Í lok vetrar verða veitt bókarverðlaun handa þeim sem mætt hafa best yfir veturinn og til þeirra sem sýnt hafa verulegar framfarir yfir veturinn og þeirra sem eru efstir í stigakeppninni. Staðan í stigakeppninni og listi yfir þá sem hafa mætt best er hér fyrir neðan.
Með besta mætingu eru:
Heimir Páll Ragnarsson 15 mætingar
Ísak Orri Karlsson 15 —-„——
Óskar Víkingur Davíðsson 15 —-„—–
Stefán Orri Davíðsson 15 —-„——
Óttar Örn Bergmann Sigfússon 14 —-„——
Elfar Ingi Þorsteinsson 13 —-„——
Viktor Már Guðmundsson 13 —-„——
Eiríkur Þór Jónsson 12 —-„——
Adam Omarsson 11 —-„——
Jökull Freyr Davíðsson 11 —-„——
Jón Þorberg Sveinbjörnsson 11 —-„——
Baltasar Máni Wedholm 10 —-„——
Dawid Kolka 9 —-„——
Sölvi Már Þórðarson 9 —-„——
Efstir í stigakeppninni:
- Óskar Víkingur Davíðsson 20 stig
- Dawid Kolka 15 stig
- Heimir Páll Ragnarsson 14 stig
- Óttar Örn Bergmann Sigfússon 10 stig
- Ísak Orri Karlsson 8 stig
- Adam Omarsson 8 stig
- Stefán Orri Davíðsson 7 stig
